Sunday, April 8, 2012

Project 5 - free pattern - icelandic version



Stærð : L

Mál :
Brjóst ummál  106 cm 
Ermalengd: 53 cm 
Bolur lengd 47 cm 


Prjónfesta (eftir þvott wash):  
10cm x 10 cm  15 stitches x 21 rounds
3,93 inches x 3,93 inches  - 15 stitches x 21 rounds

Garn:   Léttlopi
-Svört:  1 dokka  (0059)                        
- Ljós grár -8 dokkur (0056)    
          

Prjónar
4 mm // US 6 // UK 8
5 mm // US 8 // UK 6


Bolur:
Fitja upp 172 lykkjur á 4 mm  prjóna
 * 2 sléttar,  2 brugðnar*  - endurtaka þar til náð hefur verið 7 cm (prjónið í hring)

Skipta yfir á  5 mm  prjóna

Umferð 1:  *2 brugnðar , 2 sléttar* endurtaka 6 sinnum, síðan 2 brugðnar.  Prjóna restina af umferðinni slétt.

Endurtaka umferð 1 þangað til þú hefur prjónað 44 cm.


Ermar:

Fitja upp 48 lykkjur í gráu á 4 mm prjóna,  tengið í hring og prjónið  * 2 sléttar,  2 brugðnar*  - endurtaka þar til náð hefur verið 7 cm (prjónið í hring). Skipta yfir á  5 mm  prjóna. Auka út í næstu umferð 2 lykkjur (1 eftir fyrstu lykkjuna og eina fyrir seinustu lykkjuna).  Síðan endurtaka útaukninguna í 7 hverri röð, stamtals 10 sinnum. Svo að þú hefur í allt 68 lykkjur.  Prjóna síðan þangað til að ermin mælist 51 cm.

 Settu 12 lykkur á hjálparband.   Prjónaðu síðan hina ermina alveg eins.


Axlir
Þú ert nú með 308 lykkjur (68 lykkjur hver ermi, 172 lykkjur bolur)


Prjónaðu 31 lykkju ( ef þú villt að rendurnar verði í miðjunni, prjónaðu þá 43 lykkjur)
Settu 12 lykkjur á hjálparband - tengdu fyrstu ermina - prjónaðu restina af erminni
Prjónaðu 64 lykkjur
Settu 12 lykkjur á hjálparband - tengdu seinni ermina - prjónaðu restina af erminni
Prjónaðu 55 lykkjur ( ef þú villt að rendinrar verði í miðjunni, prjónaðu þá 55 lykkjur).


Ég valdi að hafa rendurnar ekki í miðjunni, en bæði mamma mín og tengdamamma komu með athugasemdir á rendirnar ákvað því að setja valmöguleikann um að hafa þær í miðjunni. 



Það eru samtals 48 lykkjur á hjálparbandi. 

Prjónaðu aðra umferð með gráu , með 6 jöfnum útaukningum, þannig að þú verðir með í allt 240 lykkjur  fyrir munstur (266-26 lykkjur sem eru rendurnar).  Þú heldur alltaf áfram að prjóna rendurnar (2 brugðnar, 2 sléttar ... )


Prjónaðu munstrið hérna að neðan


















Næst eru úrtökurnar


Úrtökur: 


Prjónaðu rendurnar áfram án úrtaka (26 lykkjur)


*prjóna 6, prjóna 2 saman* endurtaka    (206 +26 lykkjur í lok umferðar))
prjóna 7 umferðir án úrtakna


*prjóna 5, prjóna 2 saman* endurtaka   (172 +26 lykkjur í lok umferðar)
prjóna 7 umferðir án úrtakna


*prjóna 4, prjóna 2 saman* endurtaka  (138+26 lykkjur í lok umferðar)
prjóna 4 umferðir án úrtakna


*prjóna 3, prjóna 2 saman* endurtaka  (104+26 lykkjur í lok umferðar)
prjóna 4 umferðir án úrtakna


*prjóna 2, prjóna 2 saman* endurtaka  (70+26 lykkjur í lok umferðar)
prjóna 2 umferðir án úrtakna


Taka úr jafnt 20 lykkjur yfir 70 munsturlykkjurnar,  þannig að þú sért með samtals 76 lykkjur
prjóna 2 umferðir án úrtakna


Skipta yfir á 4 mm prjóna, og prjóna 2 brugðnar, 2 sléttar þangað til þú ert með 7 cm.  Fella síðan af.

Frágangur
Ganga frá undir höndum og ganga frá lykkjum.

No comments:

Post a Comment