Sunday, April 1, 2012

Project 4 - free pattern - Icelandic translation







Stærð: L
Tilbúin Flík - mál:      - Brjóstummál - 110cm    - ermalengd - 53 cm    - lengd bols - 47 cm

Prjónfesta (eftir þvott):10cm x 10 cm  15 lykkjur x 21 umferð

Garn:   


Léttlopi
-Svartur - 2 dokkur (0059)
- Dökk grár  6 1/2 dokka (0058)
- Ljós grár 2 dokkur (0056)
- Blár 1 dokka (1403)
- Hvítur 1 dokka (0051)


Einband, 1 dokka svart, prjónað með ljósgráum. 
                     
Prjónar: 

4mm  og 5 mm


Bolur: 


Fitja upp 186 lykkjur með svörtum á 4mm prjóna.

 1 umferð: * prjóna 2, brugðin 1*  - endurtaka *    
2 umferð: * 2 brugðnar, prjóna 1 * - endurtaka*

Endurtaka umferð 1 og 2 þar til þú hefur prjónað 5 cm. 


Skipta yfir í dökk gráan og nálastærð 5. Fitja upp á 2 lykkjur sem eru alltaf prjónaðar brugðnar (til að klippa upp). Tengja saman í hring og prjóna þar til þú hefur 44 cm. 


Ermar:
Fitja upp 48 lykkjur í svörtu á 4mm prjóna, og tengja í hring, prjóna 5 cm af *prjóna 2, 1 brugðin*

Skipta yfir í dökk gráan og 5 mm nálar og prjónið með útaukningum.  Auka út í fyrstu umferð um 2 lykkjur ( 1 eftir fyrstu og eina fyrir seinustu).  Endurtaka útaukningu í 7 hverri umferð, alls 9 sinnum svo þú endir með 66 lykkjur.  Prjóna þar til að ermin mælist 51cm.  Setja 12  lykkjur á hjálparband (undir miðri ermi). 


Prjóna hina ermina eins og fyrstu. 


Axlastykki:
Þú ert nú með 320 lykkjur (66 ermar x2, 186 lykkjur bolur + 2 brugðnu lykkjurnar)
You now have 320 Stitches ( 66 stitches each sleeve, 186 stitches body + 2 stitches that are always purled).  
           Prjóna 2 brugnðar lykkjur eins og venjulega
           Prjóna 40 lykkjur
           Setja 12 lykkjur á hjálparband
           Tengja fyrstu ermina, prjóna restina af erminni
           Prjóna 82 lykkjur 
           Setja 12 lykkjur á hjálparband
           Tengja seinni ermina - prjóna restina af erminni
           Prjóna 40 lykkjur

Það eru 48 lykkjur undir ermunum, sem eru ekki prjónaðar en eru á hjálparbandi, og 2 brugðnar lykkjur (samtalst 50 lykkjur sem fara ekki inn í munstrið).  Það eru 270 lykkjur.  Þar sem að munstrið er byggt á 8 endurtekningum,  fækkaðu því um 6 lykkjur í fyrstu umferðnni þegar þú ert að setja ermarnar á (jafnt yfir peysuna) svo þú verðir með 264 lykkjur sem fara í munstrið. 
Fylgjið munstrinu að neðan ( Ʌ = úrtaka).


Þegar þú hefur prjónað eftir mynstrinu, fækkað jafnt yfir eina umferð þangað til að þú hefur 75 lykkjur, skiptu yfir á smærri lykkjur og prjónaðu 5 cm í svörtu af *prjóna2, 1 brugðin*


Frágangur: 
Lykkja saman undir höndum.  Sauma í saumavél í brugðnu lykkjurnar í miðjunni, klippa síðan upp peysuna. Heklaðu lista meðfram og búðu til hnappagöt. Ég gerði 3 umferðir af fastapinna (hefði verið fallegt að gera jafnvel enn fleiri til að hafa breiddina sömu og stroffið, eða jafnvel taka upp lykkjur og prjóna). 



No comments:

Post a Comment