Friday, March 2, 2012

Project 3 - pattern in Icelandic

This will be in icelandic , it is the same pattern as I have posted in english 

Garn:  Trysil Garn - Superwash Ullgarn, liturr: 203    lota: 1307  , 6 dokkur
Prjónastærð: 5mm 
Prjónfesta fyrir þvott: 10x10cm: 17 1/2 garður - 15 lykkjur
Prjónfesta eftir þvott:  10x10cm: 12 garðar - 16 lykkjur


STÆRÐ Á FLíKINNI (eftir þvott):
Stærð:  3 ára (er vel stór á stelpuna mína sem er mjög hávaxinn 18 mánaða)
Ummál (bringu): 24,4” (62cm)
Lengd á bol frá undir höndum: 11,8” (30cm)
Lengd á ermum: 11,8” (30cm)

Bolur:  Fitja upp 117 lykkjur, prjóna garðaprjón þar til 26 cm er komið   (ekki prjóna í hring).
Gera hnappagöt.  Ég setti fjögur hnappagöt. Ég gerði hnappagötin í 16 hverju umferð (8 garðar á milli) , ég prjónaði tvær , prjónaði tvær saman og sló svo garninu yfir prjóninn.  Fyrsta hnappagatið gerði ég eftir 27 garaða eða 52 raðir.


 Ermar: Fitja upp 28 lykkjur, prjóna garðaprjón fram og tilbaka.  Auka út í báðum hliðum (fyrsta lykkja í bæði fram og tilbaka) í 10 hverri umferð, þangað til það eru samtals orðið 32 lykkjur (þeas gert 2 sinnum).  Prjóna þar til það eru 26 cm.  Saumið ermarnar saman. Setjið 5 lykkjur á hjálparband. 

Tengja ermar við bol:  halda áfram að prjóna garðaprjón (þeas fram og tilbaka). 
- prjóna 30 lykkjur 
- setja 5 lykkjur á hjálparband
- tengja fyrstu ermina (prjóna restina af erminni)
- prjóna 47 lykkjur
- setja 5 lykkjur á hjálparband
- tengja næstu ermi (prjóna restina af erminni)
- prjóna 30 lykkjur


Muna eftir hnappagötum, halda áfram með þau á 8 garðafresti (eða bara eins og þér þykir fallegt). 
Ástæðan fyrir því að það eru 60 lykkjur að framan, en bara 47 að aftan, er sú að ég er með 12 lykkjur sem að fara yfir næsta stykki að framan ( þeas það verða því bara 48 að framan og 47 að aftan)

Úrtökur:  merktu þar sem þú tengdir ermarnar , fjögur prjónamerki.  Taktu úr í annari hverri umferð, fyrir framan og aftan hvert merki  (muna eftir að halda áfram með hnappagötin).  Fyrir framan prjónamerkið tekurðu eina óprjónaða lykkju yfir, prjónar eina lykkju og steypir svo óprjónuðu yfir.  Eftir merkjið prjónarðu tvær saman.  Endurtaka þessar úrtökur 8 sinnum þar til að þú hefur einungis 3 lykkjur á milli merkjanna ,  Haltu þessum 3 lykkjum, en haltu áfram með hinar úrtökurnar (alls 4 lykkjur sem fækkar um) þangað til þú hefur frá byrjun 34 cm og 59 lykkjur


Hetta: Fækkaðu um 6 lykkjur jafnt yfir næstu umferð, þangað til þú ert með 53 lykkjur.  Fækkaðu um 1 lykkju í byrjun hverjar umferðar , í 8 umferðir (þar til þú ert mejð 45 lykkjur).  Auktu út um 7 lykkjur jafnt yfir næstu umferð (þar til þú ert með 54 lykkjur).  Prjónaðu þar til þú nærð 19 1/2 cm. 


Frágangur:  Saumaðu saman hettuna.  Heklaðu í kringum peysuna. Bættu við hnöppum.  Sauma saman undir höndum. No comments:

Post a Comment